Krefur fólk um kennitölu þrátt fyrir lagabann 17. september 2010 04:30 Landsbankinn Persónuvernd segir að Landsbankinn hafi enga heimild haft til að heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga gíróseðla fyrir veika systur sína.Fréttablaðið/GVA Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira