Körfubolti

NBA í nótt: Atlanta aftur á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Johnson verst hér Gilbert Arenas.
Joe Johnson verst hér Gilbert Arenas. Mynd/AP

Atlanta vann í nótt sigur á Washington, 116-96, eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum í röð.

Atlanta byrjaði vel á tímabilinu en hefur hikstað að undanförnu. Washington hefur að sama skapi ekki unnið einn einasta útileik á tímabilinu og það breyttist ekki í nótt.

Sigur Atlanta var öruggur. Liðið náði forystu snemma leiks og hélt henni allt til loka.

Joe Johnson skoraði 20 stig, Josh Smith 20 en alls skoruðu tólf leikmenn Atlanta í leiknum. Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 21 stig.

LA Clippers vann Sacramento, 100-82. Eric Gordon skoraði 28 stig og Blake Griffin 25 auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Carl Landry skoraði átján fyrir Sacramento.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×