Undir manni sjálfum komið 7. apríl 2010 12:00 Þrír af fyrrum keppendum Söngkeppni framhaldsskólanna deila reynslu sinni af keppninni og veita keppendunum í ár góð ráð. Sigurður Þór Óskarsson, sigurvegari 2008 "Það var frábært að vera sá fyrsti frá Verzló til að vinna," segir Sigurður, en hann stefnir þó á aðrar brautir í framtíðinni. "Ég fékk inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans og á leiklistin hug minn allan um þessar mundir." Sigurður var einnig kynnir á Samfés 2010. "Ég hvet fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það úthúðar kynnum á svona keppnum," segir hann. "Það tekur á að reyna að vera skemmtilegur og með allt á hreinu á sama tíma." Páll Óskar Hjálmtýsson, lenti í 3. sæti 1990 "Þessi keppni, sem og allar aðrar svona keppnir fyrir ungt fólk, eru bráðnauðsynlegar fyrir krakka sem hafa þennan hita inni í sér og þurfa að láta hann brjótast út," segir Páll Óskar. "Það er ekki nóg að standa heima með hárbursta fyrir framan spegilinn. Maður þarf aðra spegla til að fá alvöru viðbrögð." Páll Óskar tók þátt fyrir hönd MH fyrir 20 árum. "Ég varð í þriðja sæti og Móeiður Júníusdóttir í öðru. Við ákváðum að láta ekki bugast, spýttum í lófana og stofnuðum saman jazzsveit ásamt öðrum vel völdum músíköntum. Við gerðum það svaka gott. Það skiptir öllu máli hvernig maður spilar úr spilunum sem maður hefur. Að gefast ekki upp." Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, lenti í 3. sæti 2008 og sigraði Músíktilraunir 2010 "Þetta var mikið ævintýri og svakalega gaman," segir Nanna, sem keppti fyrir Fjölbraut Suðurnesja. "Eftir keppnina 2008 hélt ég áfram að semja og við stofnuðum hljómsveitina Of Monsters and Men og unnum svo Músíktilraunir nú í ár. Nú erum við að spila á fullu og gengur rosalega vel." Nanna segir keppnina 2008 hafa verið mjög góða reynslu. "Maður var að koma fram fyrir þjóðinni allri. Það var frábær tilfinning, gerist ekki betra en það."- sv Ráð handa keppendum: Sigurður: "Þótt það sé klisja, þá er einfaldlega málið að hafa gaman af þessu og taka keppnina og sjálfa sig ekki of alvarlega." Páll Óskar: "Veldu þér lag sem þú hefur ekki mikið fyrir að syngja, eins og það hafi verið samið sérstaklega fyrir þig. Þegar maður slakar á finna áhorfendur það. Ekki færast of mikið í fang." Nanna: "Að vera einlæg umfram allt, þó svo að stressið segi til sín. Einlægnin kemur manni í gegn um það." Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þrír af fyrrum keppendum Söngkeppni framhaldsskólanna deila reynslu sinni af keppninni og veita keppendunum í ár góð ráð. Sigurður Þór Óskarsson, sigurvegari 2008 "Það var frábært að vera sá fyrsti frá Verzló til að vinna," segir Sigurður, en hann stefnir þó á aðrar brautir í framtíðinni. "Ég fékk inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans og á leiklistin hug minn allan um þessar mundir." Sigurður var einnig kynnir á Samfés 2010. "Ég hvet fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það úthúðar kynnum á svona keppnum," segir hann. "Það tekur á að reyna að vera skemmtilegur og með allt á hreinu á sama tíma." Páll Óskar Hjálmtýsson, lenti í 3. sæti 1990 "Þessi keppni, sem og allar aðrar svona keppnir fyrir ungt fólk, eru bráðnauðsynlegar fyrir krakka sem hafa þennan hita inni í sér og þurfa að láta hann brjótast út," segir Páll Óskar. "Það er ekki nóg að standa heima með hárbursta fyrir framan spegilinn. Maður þarf aðra spegla til að fá alvöru viðbrögð." Páll Óskar tók þátt fyrir hönd MH fyrir 20 árum. "Ég varð í þriðja sæti og Móeiður Júníusdóttir í öðru. Við ákváðum að láta ekki bugast, spýttum í lófana og stofnuðum saman jazzsveit ásamt öðrum vel völdum músíköntum. Við gerðum það svaka gott. Það skiptir öllu máli hvernig maður spilar úr spilunum sem maður hefur. Að gefast ekki upp." Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, lenti í 3. sæti 2008 og sigraði Músíktilraunir 2010 "Þetta var mikið ævintýri og svakalega gaman," segir Nanna, sem keppti fyrir Fjölbraut Suðurnesja. "Eftir keppnina 2008 hélt ég áfram að semja og við stofnuðum hljómsveitina Of Monsters and Men og unnum svo Músíktilraunir nú í ár. Nú erum við að spila á fullu og gengur rosalega vel." Nanna segir keppnina 2008 hafa verið mjög góða reynslu. "Maður var að koma fram fyrir þjóðinni allri. Það var frábær tilfinning, gerist ekki betra en það."- sv Ráð handa keppendum: Sigurður: "Þótt það sé klisja, þá er einfaldlega málið að hafa gaman af þessu og taka keppnina og sjálfa sig ekki of alvarlega." Páll Óskar: "Veldu þér lag sem þú hefur ekki mikið fyrir að syngja, eins og það hafi verið samið sérstaklega fyrir þig. Þegar maður slakar á finna áhorfendur það. Ekki færast of mikið í fang." Nanna: "Að vera einlæg umfram allt, þó svo að stressið segi til sín. Einlægnin kemur manni í gegn um það."
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira