Söngkeppni framhaldsskólanna

Fréttamynd

Sesselja Ósk vann Söng­­­keppni fram­halds­­­skólanna

Sesselja Ósk Stefánsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 í kvöld fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Keppnin fór fram í Hinu húsinu í Elliðaárdal og tóku fulltrúar alls 24 framhaldsskóla þátt í keppninni sem haldin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Sesselja Ósk söng lagið Turn Me On með bandarísku tónlistarkonunni Norah Jones.

Lífið
Fréttamynd

Gefur lagið loksins út tíu árum síðar

Tónlistarkonan og læknaneminn Guðrún Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu ЯÚN, var að gefa út lagið Móðurást. Texti lagsins er úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgrímssonar en í dag er dagur íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi skáldsins.

Tónlist
Fréttamynd

Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söng­keppni fram­halds­skólanna

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Tónlist
Fréttamynd

Siglósveitin sigraði og hlakkar til að mæta í skólann

Það er óhætt að segja að íbúar á Tröllaskaga og þá sér í lagi Siglfirðingar séu að rifna úr stolti ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga komu, sáu og sigruðu í Söngkeppni framhalsskólanna sem fram fór í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann

Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith.

Tónlist
Fréttamynd

Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna

Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven.

Innlent
Fréttamynd

Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni á Vísi

Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi. Einnig verður sýnt frá keppninni í opinni dagskrá Stöðvar 2. Í þessari vinsælustu og fjölmennustu söngvarakeppni landsins mæta til keppni allir framhaldsskólar landsins og er þetta í 20. sinn sem keppnin er haldin.

Innlent
Fréttamynd

Undir manni sjálfum komið

Þrír af fyrrum keppendum Söngkeppni framhaldsskólanna deila reynslu sinni af keppninni og veita keppendunum í ár góð ráð.

Tónlist