Kærður fyrir tuttugu kynferðisbrot á löngu árabili 16. september 2010 06:00 Héraðsdómur Suðurlands Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira