Kennari frá Ólafsfirði í gítarkeppni í Búkarest 28. apríl 2010 07:00 Thiago er tónlistarkennari á Ólafsfirði og spilar einnig með hljómsveitinni Killer Queen þar sem Magni Ásgeirsson er í fararbroddi. Gítarleikarinn Thiago Trinsi lenti nýverið í fjórða sæti í gítarkeppni sem var haldin í Búkarest í Rúmeníu. Þar áttust við þeir sem urðu í tíu efstu sætunum í stórri undankeppni sem var haldin á Netinu. Á meðal dómara í keppninni voru hinir virtu gítarleikarar Brett Garsed og Greg Howe sem eru stærstu áhrifavaldar Thiagos í tónlistinni. „Það var mjög gaman að vera þarna í fimm daga með þessum gítarmeisturum og ég lærði heilmikið," segir Thiago. „Við fengum allir tækifæri til að taka þátt í námskeiði með þeim og fengum diploma-skírteini að því loknu." Rúmenskir fjölmiðar fylgdust náið með keppninni og fóru allir keppendurnir í viðtöl þar sem þeir voru spurðir spjörunum úr. Thiago er tónlistarkennari á Ólafsfirði og spilar einnig með hljómsveitinni Killer Queen þar sem Magni Ásgeirsson er í fararbroddi. Hann er sömuleiðis í þungarokksveitinni Seraphim frá Taívan sem hefur gefið út fimm plötur. Thiago hvetur íslenska gítarleikara til að taka þátt í gítarkeppnum eins og hann hefur gert undanfarin ár. „Svona keppnir eiga stóran þátt í að menn þróa gítarleik sinn áfram. Ég er ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið og þessi reynsla hefur haft góð áhrif á minn feril," segir hann. - fb Lífið Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Gítarleikarinn Thiago Trinsi lenti nýverið í fjórða sæti í gítarkeppni sem var haldin í Búkarest í Rúmeníu. Þar áttust við þeir sem urðu í tíu efstu sætunum í stórri undankeppni sem var haldin á Netinu. Á meðal dómara í keppninni voru hinir virtu gítarleikarar Brett Garsed og Greg Howe sem eru stærstu áhrifavaldar Thiagos í tónlistinni. „Það var mjög gaman að vera þarna í fimm daga með þessum gítarmeisturum og ég lærði heilmikið," segir Thiago. „Við fengum allir tækifæri til að taka þátt í námskeiði með þeim og fengum diploma-skírteini að því loknu." Rúmenskir fjölmiðar fylgdust náið með keppninni og fóru allir keppendurnir í viðtöl þar sem þeir voru spurðir spjörunum úr. Thiago er tónlistarkennari á Ólafsfirði og spilar einnig með hljómsveitinni Killer Queen þar sem Magni Ásgeirsson er í fararbroddi. Hann er sömuleiðis í þungarokksveitinni Seraphim frá Taívan sem hefur gefið út fimm plötur. Thiago hvetur íslenska gítarleikara til að taka þátt í gítarkeppnum eins og hann hefur gert undanfarin ár. „Svona keppnir eiga stóran þátt í að menn þróa gítarleik sinn áfram. Ég er ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið og þessi reynsla hefur haft góð áhrif á minn feril," segir hann. - fb
Lífið Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira