Þingmaður VG vill kosningar án tafar 1. október 2010 04:15 „Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
„Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira