Handjárnuð barin og nauðgað í átta ár Óli Tynes skrifar 6. september 2010 11:10 Kampusch og Priklopil. Natascha Kampusch var tíu ára gömul á leið í skólann þegar Wolfgang Priklopil rændi henni árið 1998. Næstu átta árin var henni haldið fanginni í lítilli steinkompu undir kjallara bílskúrsins við heimili Priklopils. Í ævisögu sem kemur út í dag segir hún frá því að hún hafi mátt þola stanslausar barsmíðar þegar hann var að brjóta hana undir vilja sinn. Hlýddu, hlýddu, hlýddu ómaði stöðugt í eyrum hennar. Hann skipaði henni að finna sér nýtt nafn því hún væri ekki lengur Natascha. Nú tilheyrði hún honum Handjárnuð við nauðgarann Hún átti líka að kalla hann meistara eða herra. Þegar hann tók hana í sitt eigið rúm var hún handjárnuð við hann til þess að hún gæti ekki flúið meðan hann svæfi. Hann neyddi hana til þess að krúnuraka sig og vinna hálfnakin sem þjónustustúlka á heimilinu. Talsvert hefur verið fjallað um samband hennar við mannræningjann, sem þótti undarlegt. Eftir að henni loks tókst að flýja var eins og henni þætti vænt um hann. Í bókinni segir hún að hún hafi gert örvæntingafullar tilraunir til þess að gera tilveru sína á einhvern hátt eðlilega. Hún hafi beðið Priklopil um að breiða yfir sig á kvöldin og segja sér sögu. Hún hafi jafnvel beðið hann um að kyssa sig góða nótt. Og hann spilaði með, segir hún. Natöschu tókst loks að flýja í ágúst árið 2006 meðan Priklopil var að þrífa bíl sinn. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir járnbrautarlest, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans. Erlendar fréttir ársins 2010 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Natascha Kampusch var tíu ára gömul á leið í skólann þegar Wolfgang Priklopil rændi henni árið 1998. Næstu átta árin var henni haldið fanginni í lítilli steinkompu undir kjallara bílskúrsins við heimili Priklopils. Í ævisögu sem kemur út í dag segir hún frá því að hún hafi mátt þola stanslausar barsmíðar þegar hann var að brjóta hana undir vilja sinn. Hlýddu, hlýddu, hlýddu ómaði stöðugt í eyrum hennar. Hann skipaði henni að finna sér nýtt nafn því hún væri ekki lengur Natascha. Nú tilheyrði hún honum Handjárnuð við nauðgarann Hún átti líka að kalla hann meistara eða herra. Þegar hann tók hana í sitt eigið rúm var hún handjárnuð við hann til þess að hún gæti ekki flúið meðan hann svæfi. Hann neyddi hana til þess að krúnuraka sig og vinna hálfnakin sem þjónustustúlka á heimilinu. Talsvert hefur verið fjallað um samband hennar við mannræningjann, sem þótti undarlegt. Eftir að henni loks tókst að flýja var eins og henni þætti vænt um hann. Í bókinni segir hún að hún hafi gert örvæntingafullar tilraunir til þess að gera tilveru sína á einhvern hátt eðlilega. Hún hafi beðið Priklopil um að breiða yfir sig á kvöldin og segja sér sögu. Hún hafi jafnvel beðið hann um að kyssa sig góða nótt. Og hann spilaði með, segir hún. Natöschu tókst loks að flýja í ágúst árið 2006 meðan Priklopil var að þrífa bíl sinn. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir járnbrautarlest, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans.
Erlendar fréttir ársins 2010 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira