Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm 11. september 2010 17:00 Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 skilaði skýrslu til Alþingis í dag. Skýrslan var birt opinberlega klukkan fimm en áður höfðu þingmenn allra flokka fjallað um skýrsluna á þingflokksfundum.Þingmannanefndin þríklofin Fulltrúar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dregin fyrir landsdóm. Fulltrúar Samfylkingarinnnar vilja að Geir, Ingibjörg og Árni verði kærð og þá leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni til að ekkert þeirra verði ákært fyrir landsdóm.Landsdómur ekki áður kallaður saman Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 skilaði skýrslu til Alþingis í dag. Skýrslan var birt opinberlega klukkan fimm en áður höfðu þingmenn allra flokka fjallað um skýrsluna á þingflokksfundum.Þingmannanefndin þríklofin Fulltrúar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dregin fyrir landsdóm. Fulltrúar Samfylkingarinnnar vilja að Geir, Ingibjörg og Árni verði kærð og þá leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni til að ekkert þeirra verði ákært fyrir landsdóm.Landsdómur ekki áður kallaður saman Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31
Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22
Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33
Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54
Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27
Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45