Beðið fregna frá Brussel - Grísk stjórnvöld eru talin hafa beitt brellibrögðum 16. febrúar 2010 02:00 forsætisráðherra fundar í brussel George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fékk miður gott bú í hendurnar þegar ríkisstjórn hans tók við í október í fyrra. Fréttablaðið/AP Evrópskir fjárfestar eru sagðir bíða þess í ofvæni til hvaða ráða fjármálaráðherrar evruríkjanna ákveða að grípa til varðandi skuldavanda Grikklands. Fundur ráðherranna hófst síðdegis í Brussel í Belgíu í gær. Samstarfsbræður þeirra í hinum aðildarríkjum Evrópusambandsins funda með þeim í dag. Fjölmiðlar vilja ekki rýna of stíft í kristalskúluna en telja ekki útilokað að ráðherrarnir ákveði að leggja drögin að hertum reglum aðildarríkja Evrópusambandsins svo þau keyri ekki út fyrir þær heimildir sem reglur ESB kveða á um. Þá er mjög líklegt að hver sem niðurstaðan verður í Brussel muni það hafa áhrif á önnur skuldsett ríki innan myntbandalagsins. Að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum gríska fjármálaráðuneytisins hefur komið í ljós að gríska ríkisstjórnin átti frumkvæðið að því að gera skiptasamninga við nokkur fjármálafyrirtæki, þar á meðal Goldman Sachs í Bandaríkjunum, árið 2002. Bankinn veitti ríkinu lán upp á einn milljarð dala, jafnvirði um níutíu milljarða króna á þávirði, og setti það afborganir á eldri lánum á salt um nokkur ár. Við það jókst möguleiki Grikklands á inngöngu í myntbandalag ESB verulega. Slæm skuldastaða hins opinbera hafði einmitt komið í veg fyrir inngönguna þegar evran var tekin upp í hinum evruríkjunum árið 1999. Skýrslan er nú til umfjöllunar í gríska þinginu. Ljóst þykir að grísk stjórnvöld keyrðu langt út fyrir heimildir sínar en fjárlagahalli ríkisins jafngildir 12,7 prósentum af landsframleiðslu á sama tíma og skuldir hins opinbera eru í kringum 120 prósent af landsframleiðslu. Þetta jafngildir því að Grikkir þurfa að nýta 15,1 prósent af öllum skatttekjum ársins til að greiða niður lánabaggann, að því er franska fréttastofan AFP hefur upp úr skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um málið. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en stjórnvöld á Spáni og í Portúgal þurfa að leggja til hliðar á sama tíma til að greiða niður skuldir hins opinbera. - jab Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Evrópskir fjárfestar eru sagðir bíða þess í ofvæni til hvaða ráða fjármálaráðherrar evruríkjanna ákveða að grípa til varðandi skuldavanda Grikklands. Fundur ráðherranna hófst síðdegis í Brussel í Belgíu í gær. Samstarfsbræður þeirra í hinum aðildarríkjum Evrópusambandsins funda með þeim í dag. Fjölmiðlar vilja ekki rýna of stíft í kristalskúluna en telja ekki útilokað að ráðherrarnir ákveði að leggja drögin að hertum reglum aðildarríkja Evrópusambandsins svo þau keyri ekki út fyrir þær heimildir sem reglur ESB kveða á um. Þá er mjög líklegt að hver sem niðurstaðan verður í Brussel muni það hafa áhrif á önnur skuldsett ríki innan myntbandalagsins. Að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum gríska fjármálaráðuneytisins hefur komið í ljós að gríska ríkisstjórnin átti frumkvæðið að því að gera skiptasamninga við nokkur fjármálafyrirtæki, þar á meðal Goldman Sachs í Bandaríkjunum, árið 2002. Bankinn veitti ríkinu lán upp á einn milljarð dala, jafnvirði um níutíu milljarða króna á þávirði, og setti það afborganir á eldri lánum á salt um nokkur ár. Við það jókst möguleiki Grikklands á inngöngu í myntbandalag ESB verulega. Slæm skuldastaða hins opinbera hafði einmitt komið í veg fyrir inngönguna þegar evran var tekin upp í hinum evruríkjunum árið 1999. Skýrslan er nú til umfjöllunar í gríska þinginu. Ljóst þykir að grísk stjórnvöld keyrðu langt út fyrir heimildir sínar en fjárlagahalli ríkisins jafngildir 12,7 prósentum af landsframleiðslu á sama tíma og skuldir hins opinbera eru í kringum 120 prósent af landsframleiðslu. Þetta jafngildir því að Grikkir þurfa að nýta 15,1 prósent af öllum skatttekjum ársins til að greiða niður lánabaggann, að því er franska fréttastofan AFP hefur upp úr skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um málið. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en stjórnvöld á Spáni og í Portúgal þurfa að leggja til hliðar á sama tíma til að greiða niður skuldir hins opinbera. - jab
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira