Enginn með byssu við höfuðið á Braga 1. desember 2010 06:00 Björgvin Þorsteinsson Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“ Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira