Daybreakers: ein stjarna 25. mars 2010 00:01 Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum en ekki trygging fyrir góðri mynd. Bitlausar blóðsugurKvikmyndir *Daybreakers Leikstjórar: Michael Spierig og Peter Spierig Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Sam Neill, Willem DafoeVampírur eru ódrepandi. Þær hafa lifað góðu lífi í þjóðsögum í gegnum aldirnar og hafa haldið vinsældum sínum í poppkúltúrnum frá því Bram Stoker kynnti Dracula til leiks árið 1897. Blóðugurnar eru á enn einu blómaskeiðinu þessi misserin með gríðarlegum vinsældum Twilight-bókanna og bíómyndum gerðum eftir þeim og bókunum um Sookie Stackhouse og sjónvarpsþáttunum True Blood sem byggja á þeim bókum.Í Daybreakers hafa vampírurnar lagt heiminn undir sig en þessi mynd er þó blóðsugum að öðru leyti til lítils sóma. Tíu árum eftir að vampírisminn varð að heimsfaraldri standa blóðsugurnar frammi fyrir næringarskorti. Þær eru nánast búnar að drekka úr öllu fólki á jörðinni og þær fáu manneskjur sem eftir eru eru eltar uppi og blóðinu tappað af þeim í einhvers konar mjólkurbúi sem rekið er af vondri vampíru sem Sam Neill leikur.Ethan Hawke er hins vegar góð blóðsuga sem er ósátt við eðli sitt og starfar hjá Neill við að búa til gerviblóð til þess að leysa hungursneyðina. Hawke kemst svo óvænt í kynni við lítinn andspyrnuhóp sem telur sig hafa fundið lækningu við vampírismanum. Willem Dafoe fer fyrir þessu liði og hann er ekki lengi að fá vampíruna til liðs við sig en Sam Neill og félagar ætla aldeilis ekki að leyfa þeim að lækna vampírismann enda er sala og dreifing blóðs góður bisness.Grunnhugmyndin að myndinni er ekki algalin en úrvinnslan er frekar dapurleg. Vampírurnar eru hér sviptar öllum þeim sjarma sem einkennir fyrirbærið, aðallega vegna þess að það fer vampírum ákaflega illa að vera í meirihluta. Þær eiga að vera svolítið einar og einmana í myrkrinu. Það er svo rómó.Myndin er líka ansi lengi í gang og er eiginlega hvorki spennu- né hryllingsmynd og maður þarf eiginlega að berjast við svefninn fram að hléi. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig tapaði þeirri baráttu og hraut hátt. Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum að vanda enda toppmenn. Þeir eru hins vegar aldrei trygging fyrir gæðum bíómynda þar sem þeir hafa löngum verið ófeimnir við að taka að sér hlutverk í alls konar rusli. Ethan Hawke er svo jafn blæbrigðalaus og flatur og venjulega þannig að þessi blóðlitla vampírumynd á aldrei sjéns.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim endalausar vinsældir í bíó og bókum. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bitlausar blóðsugurKvikmyndir *Daybreakers Leikstjórar: Michael Spierig og Peter Spierig Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Sam Neill, Willem DafoeVampírur eru ódrepandi. Þær hafa lifað góðu lífi í þjóðsögum í gegnum aldirnar og hafa haldið vinsældum sínum í poppkúltúrnum frá því Bram Stoker kynnti Dracula til leiks árið 1897. Blóðugurnar eru á enn einu blómaskeiðinu þessi misserin með gríðarlegum vinsældum Twilight-bókanna og bíómyndum gerðum eftir þeim og bókunum um Sookie Stackhouse og sjónvarpsþáttunum True Blood sem byggja á þeim bókum.Í Daybreakers hafa vampírurnar lagt heiminn undir sig en þessi mynd er þó blóðsugum að öðru leyti til lítils sóma. Tíu árum eftir að vampírisminn varð að heimsfaraldri standa blóðsugurnar frammi fyrir næringarskorti. Þær eru nánast búnar að drekka úr öllu fólki á jörðinni og þær fáu manneskjur sem eftir eru eru eltar uppi og blóðinu tappað af þeim í einhvers konar mjólkurbúi sem rekið er af vondri vampíru sem Sam Neill leikur.Ethan Hawke er hins vegar góð blóðsuga sem er ósátt við eðli sitt og starfar hjá Neill við að búa til gerviblóð til þess að leysa hungursneyðina. Hawke kemst svo óvænt í kynni við lítinn andspyrnuhóp sem telur sig hafa fundið lækningu við vampírismanum. Willem Dafoe fer fyrir þessu liði og hann er ekki lengi að fá vampíruna til liðs við sig en Sam Neill og félagar ætla aldeilis ekki að leyfa þeim að lækna vampírismann enda er sala og dreifing blóðs góður bisness.Grunnhugmyndin að myndinni er ekki algalin en úrvinnslan er frekar dapurleg. Vampírurnar eru hér sviptar öllum þeim sjarma sem einkennir fyrirbærið, aðallega vegna þess að það fer vampírum ákaflega illa að vera í meirihluta. Þær eiga að vera svolítið einar og einmana í myrkrinu. Það er svo rómó.Myndin er líka ansi lengi í gang og er eiginlega hvorki spennu- né hryllingsmynd og maður þarf eiginlega að berjast við svefninn fram að hléi. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig tapaði þeirri baráttu og hraut hátt. Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum að vanda enda toppmenn. Þeir eru hins vegar aldrei trygging fyrir gæðum bíómynda þar sem þeir hafa löngum verið ófeimnir við að taka að sér hlutverk í alls konar rusli. Ethan Hawke er svo jafn blæbrigðalaus og flatur og venjulega þannig að þessi blóðlitla vampírumynd á aldrei sjéns.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim endalausar vinsældir í bíó og bókum.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira