Rio Tinto leggur 16 milljarða til viðbótar í Straumsvík 1. október 2010 09:08 Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu. Í tilkynningu segir að með þessu styrki Rio Tinto Alcan stöðu sína á markaði í Norður-Evrópu og eflir þjónustu sína við viðskiptavini á þessu mikilvæga markaðssvæði. Fjárfestingin endurspeglar þá stefnu fyrirtækisins að vera öflugur framleiðandi á hágæðavöru af þessari gerð. „Við erum sannfærð um að eftirspurn fyrir álbolta verði góð í Evrópu og það mun gera okkur kleift að festa okkur í sessi á þessum þýðingarmikla markaði. ISAL notar græna orku og losar lítið af gróðurhúsalofttegundum og getur því framleitt bolta á umhverfisvænni hátt en önnur álver. Aðkoma ISAL að framleiðslunni styrkir einnig stöðu okkar með hliðsjón af því að álverið hefur reynst afar áreiðanlegur framleiðandi á hágæðavörum," segir Gordon Hamilton, framkvæmdastjóri á sölu- og markaðssviði Rio Tinto Alcan. Önnur álver Rio Tinto Alcan í Frakklandi og á Bretlandi munu taka við hluta af barraframleiðslunni sem ISAL hefur sinnt fram til þessa. Gert er ráð fyrir að boltaframleiðsla hefjist í Straumsvík árið 2012 og að alfarið verði búið að skipta yfir í boltaframleiðslu fyrir árslok 2014. Þetta verkefni er til viðbótar við 347 milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í uppfærslu á búnaði og 20% framleiðsluaukningu álversins sem tilkynnt var um 23. september sl. í kjölfar þess að endanlega var gengið frá langtímasamningi við Landsvirkjun um orkukaup álversins. Samanlagt er því um að ræða framkvæmdir fyrir 57 milljarða króna sem kalla á 620 ársverk. Loftslagsmál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu. Í tilkynningu segir að með þessu styrki Rio Tinto Alcan stöðu sína á markaði í Norður-Evrópu og eflir þjónustu sína við viðskiptavini á þessu mikilvæga markaðssvæði. Fjárfestingin endurspeglar þá stefnu fyrirtækisins að vera öflugur framleiðandi á hágæðavöru af þessari gerð. „Við erum sannfærð um að eftirspurn fyrir álbolta verði góð í Evrópu og það mun gera okkur kleift að festa okkur í sessi á þessum þýðingarmikla markaði. ISAL notar græna orku og losar lítið af gróðurhúsalofttegundum og getur því framleitt bolta á umhverfisvænni hátt en önnur álver. Aðkoma ISAL að framleiðslunni styrkir einnig stöðu okkar með hliðsjón af því að álverið hefur reynst afar áreiðanlegur framleiðandi á hágæðavörum," segir Gordon Hamilton, framkvæmdastjóri á sölu- og markaðssviði Rio Tinto Alcan. Önnur álver Rio Tinto Alcan í Frakklandi og á Bretlandi munu taka við hluta af barraframleiðslunni sem ISAL hefur sinnt fram til þessa. Gert er ráð fyrir að boltaframleiðsla hefjist í Straumsvík árið 2012 og að alfarið verði búið að skipta yfir í boltaframleiðslu fyrir árslok 2014. Þetta verkefni er til viðbótar við 347 milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu í uppfærslu á búnaði og 20% framleiðsluaukningu álversins sem tilkynnt var um 23. september sl. í kjölfar þess að endanlega var gengið frá langtímasamningi við Landsvirkjun um orkukaup álversins. Samanlagt er því um að ræða framkvæmdir fyrir 57 milljarða króna sem kalla á 620 ársverk.
Loftslagsmál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira