Styttist óðum í björgunina 7. október 2010 00:30 Letruð í stein Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á.fréttablaðið/AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira