Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta SB skrifar 12. apríl 2010 08:22 Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira