Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá 18. febrúar 2010 06:00 Páll Hreinsson Segir leitt að hann geti ekki gefið meira upp að sinni, „en ímyndaðu þér, settu þig í mín spor, að geta ekki sagt orð og hafa verið með þessar upplýsingar í heilt ár!“ Fréttablaðið/pjetur Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira