Umskorin hjörtu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. desember 2010 06:00 Runukrossar eftir Helga Ingólfsson. Bækur Runukrossar Helgi Ingólfsson Ormstunga Það búa fjörutíu þúsund manns á Íslandi árið 2141. Múslimar eru allsráðandi, enda Ísland hluti af Evrópubandalagi múslima, EMÍR. Reykjavík er horfin og Hella orðin höfuðborg landsins. Blómleg borg sem byggð er undir hvolfþaki þar sem sólin er banvæn vegna gatsins í ósonlaginu. Í þessu framtíðarsamfélagi eru það trúin og tæknin sem stýra lífi fólks, allir ganga með staðsetningartæki um úlnliðinn og dagskipanin helgast af lögbundnum bænatímum. Þannig er sögusviðið í nýjustu bók Helga Ingólfssonar, Runukrossum. Söguhetjunni, Umari ibn-Yusef, berast þau tíðindi að bróðir hans hafi látist með óhuggulegum hætti í virkjun til fjalla og heldur þangað ásamt rannsóknarlögreglumanninum Hasan Rahman til að kanna málið. Fljótlega kemur í ljós að dauði bróðurins var ekkert slys og að samstarfsmenn hans í virkjuninni eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Rannsókn morðgátu er hafin og leikar æsast. Runukrossar er um margt sérstæð sakamálasaga. Hin óvenjulega framtíðarsýn höfundar setur sögunni nýstárlegar skorður og ítarlegar lýsingar á trúarathöfnum múslima, tilvitnanir í spámanninn og lýsingar á tækniundrum framtíðarinnar gera hana forvitnilega og framandi. Á einkennilegan hátt blandast hinar fornu trúarathafnir saman við tæknivætt framtíðarlífið og úr verður kokkteill sem dálítið erfitt er að kyngja. Höfundi liggur mikið á hjarta og augljóst er að hann hefur áhyggjur af því hvert samtíðin stefnir. Velt er upp fjölmörgum áhugaverðum umhugsunarefnum og vísanir í heimsbókmenntirnar notaðar sem dæmisögur um ýmislegt sem aflaga hefur farið. En það sem gerir söguna áhugaverða lesningu er um leið hennar veikasti hlekkur sem sakamálasögu. Rannsókn glæpsins hverfur í skuggann af fræðslu höfundar um áhrif umhverfisspjalla okkar tíma á framtíðina og ítarlegar lýsingarnar á trúarsiðum og heimspeki íslam stangast dálítið óþægilega á við allar tæknilýsingarnar. Hvað eftir annað missir lesandinn þráðinn og það er ekki fyrr en rétt undir lokin sem sagan verður spennandi. Morðgátan er aukaatriði og á eiginlega heima í einhverri allt annarri sögu. Stíllinn er dálítið þunglamalegur og ítrekaðar tilvitnanirnar sem skotið er inn í frásögnina virka oft dálítið á skjön við textann. Aðrar persónur en söguhetjan Umar eru dregnar fáum dráttum og lesandinn kynnist þeim lítið, meira eins og persónugalleríið sé ill nauðsyn til þess að hafa fleiri en einn grunaðan um morðið. Lausn gátunnar er þó óvænt og síðustu fimmtíu síðurnar hörkuspennandi. Niðurstaða: Frumleg framtíðarsýn sem veltir upp áleitnum umhugsunarefnum en morðgátan fellur í skuggann. Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Runukrossar Helgi Ingólfsson Ormstunga Það búa fjörutíu þúsund manns á Íslandi árið 2141. Múslimar eru allsráðandi, enda Ísland hluti af Evrópubandalagi múslima, EMÍR. Reykjavík er horfin og Hella orðin höfuðborg landsins. Blómleg borg sem byggð er undir hvolfþaki þar sem sólin er banvæn vegna gatsins í ósonlaginu. Í þessu framtíðarsamfélagi eru það trúin og tæknin sem stýra lífi fólks, allir ganga með staðsetningartæki um úlnliðinn og dagskipanin helgast af lögbundnum bænatímum. Þannig er sögusviðið í nýjustu bók Helga Ingólfssonar, Runukrossum. Söguhetjunni, Umari ibn-Yusef, berast þau tíðindi að bróðir hans hafi látist með óhuggulegum hætti í virkjun til fjalla og heldur þangað ásamt rannsóknarlögreglumanninum Hasan Rahman til að kanna málið. Fljótlega kemur í ljós að dauði bróðurins var ekkert slys og að samstarfsmenn hans í virkjuninni eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Rannsókn morðgátu er hafin og leikar æsast. Runukrossar er um margt sérstæð sakamálasaga. Hin óvenjulega framtíðarsýn höfundar setur sögunni nýstárlegar skorður og ítarlegar lýsingar á trúarathöfnum múslima, tilvitnanir í spámanninn og lýsingar á tækniundrum framtíðarinnar gera hana forvitnilega og framandi. Á einkennilegan hátt blandast hinar fornu trúarathafnir saman við tæknivætt framtíðarlífið og úr verður kokkteill sem dálítið erfitt er að kyngja. Höfundi liggur mikið á hjarta og augljóst er að hann hefur áhyggjur af því hvert samtíðin stefnir. Velt er upp fjölmörgum áhugaverðum umhugsunarefnum og vísanir í heimsbókmenntirnar notaðar sem dæmisögur um ýmislegt sem aflaga hefur farið. En það sem gerir söguna áhugaverða lesningu er um leið hennar veikasti hlekkur sem sakamálasögu. Rannsókn glæpsins hverfur í skuggann af fræðslu höfundar um áhrif umhverfisspjalla okkar tíma á framtíðina og ítarlegar lýsingarnar á trúarsiðum og heimspeki íslam stangast dálítið óþægilega á við allar tæknilýsingarnar. Hvað eftir annað missir lesandinn þráðinn og það er ekki fyrr en rétt undir lokin sem sagan verður spennandi. Morðgátan er aukaatriði og á eiginlega heima í einhverri allt annarri sögu. Stíllinn er dálítið þunglamalegur og ítrekaðar tilvitnanirnar sem skotið er inn í frásögnina virka oft dálítið á skjön við textann. Aðrar persónur en söguhetjan Umar eru dregnar fáum dráttum og lesandinn kynnist þeim lítið, meira eins og persónugalleríið sé ill nauðsyn til þess að hafa fleiri en einn grunaðan um morðið. Lausn gátunnar er þó óvænt og síðustu fimmtíu síðurnar hörkuspennandi. Niðurstaða: Frumleg framtíðarsýn sem veltir upp áleitnum umhugsunarefnum en morðgátan fellur í skuggann.
Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira