Konungleg fatalína slær í gegn 2. júlí 2010 12:30 Una Hlín Kristjánsdóttir þykir einn efnilegasti hönnuður landsins í dag og hefur hönnun hennar slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Anton Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Í ágúst ætla ég að opna Royal Extreme verslun á Laugaveginum, en mig er búið að dreyma lengi um að opna búð og skapa þannig heilsteypta umgjörð í kringum merkið. Mér var einnig boðið að taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn þann 14. ágúst ásamt fimm öðrum íslenskum hönnuðum." Una Hlín heldur utan til Indlands í næstu viku þar sem hún mun fylgja nýrri línu eftir í framleiðslu. Aðspurð segist hún meðal annars hafa sótt innblástur að línunni til frumbyggja Ástralíu og íslenskrar götutísku. „Næsta lína inniheldur sextíu hluti og má þar á meðal nefna fatnað, yfirhafnir, fylgihluti, tvær tegundir af skóm ásamt ýmsu öðru. Ég dvel á Indlandi í þrjár vikur og vinn að næstu línu en ég ætla mér líka að skoða verksmiðjurnar því ég vil ég vera fullviss um að þar sé allt eins og það á að vera," útskýrir hún. Una Hlín hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum tískubloggum og tímaritum undanfarna mánuði auk þess sem hönnun hennar birtist í erlendri sjónvarpsauglýsingu fyrir Ford bílaframleiðandann. „Ég held ég geti þakkað Reykjavík Fashion Festival svolítið fyrir þá umfjöllun sem ég hef fengið. Ég fékk til að mynda góða dóma í tískutímaritinu Dazeen og út frá því fóru fréttir um Royal Extreme að berast áfram um netheiminn. Þetta er eins og hálfgerður köngulóarvefur, þetta breiðist svo hratt út. Síðast þegar ég sló Royal Extreme inn í leitarvél á Netinu þá komu upp um fimm þúsund niðurstöður," segir Una Hlín sem er að vonum ánægð með móttökurnar. „Þetta er náttúrulega alveg frábært og það er líka svo ótrúlega gaman að fá tækifæri til að gera þetta fyrir sjálfan sig." Heimasíða Royal Extreme er beroyalextreme.com. - sm RFF Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Í ágúst ætla ég að opna Royal Extreme verslun á Laugaveginum, en mig er búið að dreyma lengi um að opna búð og skapa þannig heilsteypta umgjörð í kringum merkið. Mér var einnig boðið að taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn þann 14. ágúst ásamt fimm öðrum íslenskum hönnuðum." Una Hlín heldur utan til Indlands í næstu viku þar sem hún mun fylgja nýrri línu eftir í framleiðslu. Aðspurð segist hún meðal annars hafa sótt innblástur að línunni til frumbyggja Ástralíu og íslenskrar götutísku. „Næsta lína inniheldur sextíu hluti og má þar á meðal nefna fatnað, yfirhafnir, fylgihluti, tvær tegundir af skóm ásamt ýmsu öðru. Ég dvel á Indlandi í þrjár vikur og vinn að næstu línu en ég ætla mér líka að skoða verksmiðjurnar því ég vil ég vera fullviss um að þar sé allt eins og það á að vera," útskýrir hún. Una Hlín hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum tískubloggum og tímaritum undanfarna mánuði auk þess sem hönnun hennar birtist í erlendri sjónvarpsauglýsingu fyrir Ford bílaframleiðandann. „Ég held ég geti þakkað Reykjavík Fashion Festival svolítið fyrir þá umfjöllun sem ég hef fengið. Ég fékk til að mynda góða dóma í tískutímaritinu Dazeen og út frá því fóru fréttir um Royal Extreme að berast áfram um netheiminn. Þetta er eins og hálfgerður köngulóarvefur, þetta breiðist svo hratt út. Síðast þegar ég sló Royal Extreme inn í leitarvél á Netinu þá komu upp um fimm þúsund niðurstöður," segir Una Hlín sem er að vonum ánægð með móttökurnar. „Þetta er náttúrulega alveg frábært og það er líka svo ótrúlega gaman að fá tækifæri til að gera þetta fyrir sjálfan sig." Heimasíða Royal Extreme er beroyalextreme.com. - sm
RFF Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira