Konungleg fatalína slær í gegn 2. júlí 2010 12:30 Una Hlín Kristjánsdóttir þykir einn efnilegasti hönnuður landsins í dag og hefur hönnun hennar slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Anton Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Í ágúst ætla ég að opna Royal Extreme verslun á Laugaveginum, en mig er búið að dreyma lengi um að opna búð og skapa þannig heilsteypta umgjörð í kringum merkið. Mér var einnig boðið að taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn þann 14. ágúst ásamt fimm öðrum íslenskum hönnuðum." Una Hlín heldur utan til Indlands í næstu viku þar sem hún mun fylgja nýrri línu eftir í framleiðslu. Aðspurð segist hún meðal annars hafa sótt innblástur að línunni til frumbyggja Ástralíu og íslenskrar götutísku. „Næsta lína inniheldur sextíu hluti og má þar á meðal nefna fatnað, yfirhafnir, fylgihluti, tvær tegundir af skóm ásamt ýmsu öðru. Ég dvel á Indlandi í þrjár vikur og vinn að næstu línu en ég ætla mér líka að skoða verksmiðjurnar því ég vil ég vera fullviss um að þar sé allt eins og það á að vera," útskýrir hún. Una Hlín hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum tískubloggum og tímaritum undanfarna mánuði auk þess sem hönnun hennar birtist í erlendri sjónvarpsauglýsingu fyrir Ford bílaframleiðandann. „Ég held ég geti þakkað Reykjavík Fashion Festival svolítið fyrir þá umfjöllun sem ég hef fengið. Ég fékk til að mynda góða dóma í tískutímaritinu Dazeen og út frá því fóru fréttir um Royal Extreme að berast áfram um netheiminn. Þetta er eins og hálfgerður köngulóarvefur, þetta breiðist svo hratt út. Síðast þegar ég sló Royal Extreme inn í leitarvél á Netinu þá komu upp um fimm þúsund niðurstöður," segir Una Hlín sem er að vonum ánægð með móttökurnar. „Þetta er náttúrulega alveg frábært og það er líka svo ótrúlega gaman að fá tækifæri til að gera þetta fyrir sjálfan sig." Heimasíða Royal Extreme er beroyalextreme.com. - sm RFF Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum. „Þetta hefur gengið vonum framar. Í ágúst ætla ég að opna Royal Extreme verslun á Laugaveginum, en mig er búið að dreyma lengi um að opna búð og skapa þannig heilsteypta umgjörð í kringum merkið. Mér var einnig boðið að taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn þann 14. ágúst ásamt fimm öðrum íslenskum hönnuðum." Una Hlín heldur utan til Indlands í næstu viku þar sem hún mun fylgja nýrri línu eftir í framleiðslu. Aðspurð segist hún meðal annars hafa sótt innblástur að línunni til frumbyggja Ástralíu og íslenskrar götutísku. „Næsta lína inniheldur sextíu hluti og má þar á meðal nefna fatnað, yfirhafnir, fylgihluti, tvær tegundir af skóm ásamt ýmsu öðru. Ég dvel á Indlandi í þrjár vikur og vinn að næstu línu en ég ætla mér líka að skoða verksmiðjurnar því ég vil ég vera fullviss um að þar sé allt eins og það á að vera," útskýrir hún. Una Hlín hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum tískubloggum og tímaritum undanfarna mánuði auk þess sem hönnun hennar birtist í erlendri sjónvarpsauglýsingu fyrir Ford bílaframleiðandann. „Ég held ég geti þakkað Reykjavík Fashion Festival svolítið fyrir þá umfjöllun sem ég hef fengið. Ég fékk til að mynda góða dóma í tískutímaritinu Dazeen og út frá því fóru fréttir um Royal Extreme að berast áfram um netheiminn. Þetta er eins og hálfgerður köngulóarvefur, þetta breiðist svo hratt út. Síðast þegar ég sló Royal Extreme inn í leitarvél á Netinu þá komu upp um fimm þúsund niðurstöður," segir Una Hlín sem er að vonum ánægð með móttökurnar. „Þetta er náttúrulega alveg frábært og það er líka svo ótrúlega gaman að fá tækifæri til að gera þetta fyrir sjálfan sig." Heimasíða Royal Extreme er beroyalextreme.com. - sm
RFF Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira