Körfubolti

NBA-lið vilja ekki sjá Iverson - gæti farið til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kínverjarnir eru hrifnir a Iverson eins og sjá má.
Kínverjarnir eru hrifnir a Iverson eins og sjá má.

Körfuknattleikskappinn Allen Iverson er ekki alveg á því að leggja skóna á hilluna þó svo ekkert lið í NBA-deildinni hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir. Hann íhugar því núna að spila í vetur í Kína.

Umboðsmaður Iverson staðfesti að ekkert lið í NBA-deildinni hefði haft samband. Það eina sem væri upp á borðinu væri áhuga frá liði í Kína sem hann vissi ekki einu sinni hvað héti.

"Við erum hreinlega hneykslaðir að ekki eitt einasta lið hafi sýnt honum áhuga. Ég hreinlega skil það ekki," sagði umbinn sem heitir Gary Moore.

Iverson hefur lengi verið einn vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar og var kosinn í stjörnuliðið í fyrra þó svo hann væri ekki að gera neitt.

Það yrði mikill hvalreki fyrir kínverskan körfubolta að fá hann þangað en þar gæti hann hitt fyrir aðra fallna stjörnu, Stephon Marbury, sem lék í Kína á síðasta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×