Körfubolti

Jordan: Ég hefði aldrei beðið Magic eða Bird að koma til mín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja ofurþríeykið hjá Miami Heat.
Nýja ofurþríeykið hjá Miami Heat. Mynd/AP
Michael Jordan staðfesti það í sjónvarpsviðtali í gær sem flestir töldu sig vita. Jordan hefði aldrei kallað saman stórstjörnur til þess að mynda ofur-þríeyki eins og þeir LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade hafa nú gert í Miami Heat.

„Þegar ég hugsa til baka þá hefði þetta ekki komið til greina. Ég hefði aldrei hringt í Larry (Bird) og Magic (Johnson) og spurt hvort þeir væru til í að spila með mér," sagði Jordan í viðtali á NBC Sports.

„Af því sögðu þá er ljóst að það eru aðrir tímar í dag. Ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað slæmt því þessir strákar fengu þetta tækifæri sem þeir nýttu sér. Ég ætlaði mér hinsvegar að vinna þessa kappa á sínum tíma," sagði Jordan sem og hann gerði á leið sinni að fyrsta NBA-meistaratitlinum sínum árið 1991.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×