Erlent

Hungurverkfall stóð í einn dag

Khodorkovskí Bæði málin gegn honum eru talin eiga sér pólitískar rætur.fréttablaðið/ap
Khodorkovskí Bæði málin gegn honum eru talin eiga sér pólitískar rætur.fréttablaðið/ap Mynd/AP

Fyrrum auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er hættur í hungurverkfalli sem stóð í sólarhring.

Khodorkovskí ákvað að fara í hungurverkfall til að vekja athygli á því að dómstólar í Rússlandi hafi sniðgengið reglur um að þeir sem ákærðir eru fyrir hvítflibbaglæpi geti losnað úr fangelsi gegn tryggingu.

Khodorkovsky afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir skattsvik auk þess sem hann er ákærður fyrir að hafa svikið 25 milljarða Bandaríkjadala frá olíufyrirtækinu Yukon, sem var áður í hans eigu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×