Enski boltinn

Fernando Torres lofað sæti í HM-liði Spánar í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AFP
Fernando Torres verður líklega ekkert meira með Liverpool á þessu tímabili eftir að hann fór í aðgerð á hné í gær en spænski landsliðsframherjinn fær þó örugglega sæti í HM-hóp Spánar í sumar.

Fernando Hierro, íþróttastjóri spænska landsliðsins, hefur lofað Fernando Torres því að hann verði í HM-hópi Spánar þó svo að hann missi af næstu sex vikum með Liverpool og spænska landsliðinu.

„Við verðum að vera jákvæðir og það er ennþá heimsmeistarakeppni framundan. Þetta er búið að vera erfitt ár með fullt af meiðslum og það er synd að ég hafi ekki getað spilað meira og skorað fleiri mörk," segir Fernando Torres sem fullvissaði stuðningsmenn Luiverpool um að hann hafi ekki bara að hugsa um HM á síðustu vikum.

„Ég meiddist strax á annarri mínútu á móti Benfica á Anfield og spilaði 85 mínútur meiddur. Ef að ég hefði bara verið að hugsa um HM þá hefði ég beðið um skiptingu. Ég vildi komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með liði mínu," sagði Torres sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Liverpool.

„Núna er HM það mikilvægasta fyrir mig. Það þarf að bíða í fjögur ár eftir heimsmeistarakeppninni og ég ætla ekki að missa af þessari HM. Vinna mín byrjar strax í dag," sagði Torres nýkominn úr hnéaðgerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×