Svala Björgvins bloggar um tísku 23. júní 2010 12:00 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira