Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara 22. desember 2010 06:00 Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur.Fréttablaðið/GVA „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is Áramótaskaupið Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
„Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is
Áramótaskaupið Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira