Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 08:00 Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrarliðinu og er með markahæstu mönnum í N1-deild karla. Fréttablaðið/Stefán Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira