Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 08:00 Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrarliðinu og er með markahæstu mönnum í N1-deild karla. Fréttablaðið/Stefán Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira