Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok 27. júní 2010 18:41 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira