Þingið svipti flesta brotaþola bótunum 7. október 2010 06:00 Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira