SSSól spáði fyrir um eldgosið 28. apríl 2010 08:30 SSSól hefur dustað rykið af laginu Ég veit þú spáir eldgosi. Svo virðist sem hljómsveitin SSSól hafi spáð fyrir um eldgosið í Eyjafjallajökli því hún hefur dustað rykið af níu ára gömlu lagi sem nefnist Ég veit þú spáir eldgosi. „Þetta er ágætis lag og er alveg inni í þessu sem er búið að vera að gerast,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson. „Við höfum aldrei spilað þetta og þetta fór ekki hátt á sínum tíma,“ segir hann en lagið kom út á safnplötunni Svona er sumarið árið 2001. Ég veit þú spáir eldgosi er kröftugt rokklag með ólgandi undirtóni og textinn lýsir vel því ástandi sem nú herjar á landsmenn á Suðurlandi og reyndar víðar. Í texta lagsins er meðal annars talað um að „landið rísi, vatnið renni og himinn og jörð verði eitt.“ Hægt er að hlusta á lagstúf eða kaupa lagið hér á tonlist.is SSSól er á leiðinni í stúdíó Hljóðrita að taka upp tvö ný lög í næstu viku og verður Kiddi Hjálmur á tökkunum. Hvort þau lög segi til um verðandi náttúruhamfarir á komandi árum skal ósagt látið. Áætlað er að lögin komi út á safnplötu með eldri lögum Sólarinnar og verður „nýja“ lagið þar á meðal. Vinnutitill plötunnar er Er'ekki allir sexý og kemur hún út í byrjun sumars. Næstu böll SSSólar verða á Akranesi á laugardaginn og á Selfossi 8. maí. - fb Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Svo virðist sem hljómsveitin SSSól hafi spáð fyrir um eldgosið í Eyjafjallajökli því hún hefur dustað rykið af níu ára gömlu lagi sem nefnist Ég veit þú spáir eldgosi. „Þetta er ágætis lag og er alveg inni í þessu sem er búið að vera að gerast,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson. „Við höfum aldrei spilað þetta og þetta fór ekki hátt á sínum tíma,“ segir hann en lagið kom út á safnplötunni Svona er sumarið árið 2001. Ég veit þú spáir eldgosi er kröftugt rokklag með ólgandi undirtóni og textinn lýsir vel því ástandi sem nú herjar á landsmenn á Suðurlandi og reyndar víðar. Í texta lagsins er meðal annars talað um að „landið rísi, vatnið renni og himinn og jörð verði eitt.“ Hægt er að hlusta á lagstúf eða kaupa lagið hér á tonlist.is SSSól er á leiðinni í stúdíó Hljóðrita að taka upp tvö ný lög í næstu viku og verður Kiddi Hjálmur á tökkunum. Hvort þau lög segi til um verðandi náttúruhamfarir á komandi árum skal ósagt látið. Áætlað er að lögin komi út á safnplötu með eldri lögum Sólarinnar og verður „nýja“ lagið þar á meðal. Vinnutitill plötunnar er Er'ekki allir sexý og kemur hún út í byrjun sumars. Næstu böll SSSólar verða á Akranesi á laugardaginn og á Selfossi 8. maí. - fb
Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira