Eimskip getur ekki tapað á siglingunum 18. ágúst 2010 06:00 Kristín H. Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira