Körfubolti

Fyrstu æfingar Miami Heat fara fram í bandarískri herstöð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade
LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade Mynd/AP
Miami Heat tilkynnti í gær að fyrstu æfingabúðir liðsins fyrir komandi NBA-tímabil munu fara fram í bandarísku herstöðinni á Fort Walton Beach sem er í um 1086 ílómetra fjarlægð frá Miami-borg. Liðið mun æfa þarna frá 28. september til 3. október og ætti að fá frið frá æstum aðdáendum og forvitnum fjölmiðlamönnum.

Það er gríðarleg spenna fyrir tímabilinu hjá Miami Heat enda mun liðið tefla fram þeim LeBron James og Chris Bosh við hlið Dwyane Wade. Venjan hjá liðinu er að æfa heima í Miami en forráðamenn félagsins ákváðu að fara inn á herstöðina til þess að verja liðið fyrir utanaðkomandi áreiti sem nóg er af.

„Miami Heat er mjög auðmjúkt yfir því að fá að æfa í umhverfi þar sem þjónusta, fórnir og agi er það sem allir eiga að venjast. Við vitum að leikmenn okkar munu meta þetta og styðja við bakið á því fólki sem er að verja frelsi okkar á hverjum degi," sagði Pat Riley, forseti Miami.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×