Merk tímamót Einar Benediktsson skrifar 22. júní 2010 06:30 Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun