Innlent

Gerðu grein fyrir sínum þætti í júní

Ítarleg svör bárust frá fyrrverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar í júní, nema þá helst frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að sögn formanns þingmannanefndar. Fréttablaðið/gva
Ítarleg svör bárust frá fyrrverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar í júní, nema þá helst frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að sögn formanns þingmannanefndar. Fréttablaðið/gva
Ólíklegt er að fleiri fyrrverandi ráðherrar skili af sér sérstakri greinargerð um störf sín í aðdraganda bankahrunsins eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, gerði fyrir helgi.

Þetta er mat Atla Gíslasonar, þingmanns VG og formanns þingmannanefndar sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Þingmannanefndin leggur til að Ingibjörg verði ákærð fyrir vanrækslu í starfi

Nefndin fór þess á leit í maí við þá sem sátu í ríkisstjórnum frá janúar 2007 og fram að hruni að þeir gerðu grein fyrir máli sínu. Allir brugðust við með greinargerð um í júní. Svarbréf Ingibjargar Sólrúnar var styst, þrjá blaðsíður saman-borið við tæpar 20 síður hjá hinum sem eiga yfir höfði sér að verða færðir fyrir Landsdóm.

„Þetta voru mjög ítarlegar greinargerðir, nema þá helst frá Ingibjörgu,“ segir Atli. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×