Algjör Sveppi: fimm stjörnur 11. febrúar 2010 00:01 Sveppi og félagar fá fullt hús. Leikhús ***** Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks Íslenska óperan Höfundur: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Sverrir Þór Sverrisson og Orri Huginn Ágústsson Tónlist: Jón Ólafsson Leikmynd og ljós: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Búningar: Margrét Einarsdóttir með aðstoð Tinnu Aðalbjörnsdóttur Gervi: Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Danshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen Hljóð: Magnús Jónsson Tökumaður: Bragi Þór Hinriksson Framkvæmdastjóri: Gunnhildur H. Gunnarsdóttir Framleiðandi: Ingvar Sverrisson Leikstjóri: Felix Bergsson Það er alveg öruggt að dagur í lífi stráks eða stelpu sem fer að sjá strákinn Sveppa í Gamla bíói, strákinn Sveppa sem á stórabróður og er eltur af hrekkjusvíni, er skemmtilegur dagur. Á sunnudaginn var hlógu ungir sem aldnir og flest það sem fyrir augu bar vakti athygli og gleði ungra áhorfenda. Þeir félagar Sverrir Þór Sverrisson og Orri Huginn Ágústsson skila með leik sínum frábæru verki en sýningin er ekki aðeins þeirra leikur heldur vel úthugsað silúettupil (skuggaleikhús) og eins eru fjölmargir effektar, fyrir svo utan tónlistina, sem gleður mannskapinn. Gísli Rúnar Jónsson svíkur aldrei. Það er margt í textanum sem minnir á gamla tíma og ekki síst þegar þeir félagar bresta í söng sem byggist á gömlum rótgrónum slögurum. Samferðafólk mitt á sýninguna, sem voru sex og ára ára, höfðu þetta að segja þegar þau voru spurð að því hvað þeim þætti nú skemmtilegast: Hún sex ára svaraði: Ekkert! Ha, spurði ég, hvað meinar þú ekkert? Ekkert var skemmtilegast vegna þess að allt var skemmtilegt, svaraði hún. Þriggja ára piltur sem ætlaði að springa úr ánægju hefur ekki hætt að tala um pabba draugastráksins, þessi með rauðu augun. „Ég var ekki hræddur en amma var hrædd." Gísli Rúnar ratar hér algerlega réttan veg með svona hversdagsævintýri úr lífi venjulega barnsins sem er og verður alltaf barn í ævintýri þótt raunveruleikinn geti verið svolítið þreytandi. Einstaka atriði voru svolítið gamaldags en það var bara skemmtilegt og hollt fyrir nútímaáhorfendur. Bæði ljósaleikurinn og notkun gervanna var einstaklega skemmtilega útfært, aldrei farið í gargandi öfgar enda sýningin í heild sinni einstaklega markhópsmótuð. Sverrir Þór sem Sveppi litli á náttúrlega orðið hvert bein í börnunum og er hann einstaklega gjafmildur á sjálfan sig í allri sinni framgöngu. Orri Huginn Ágústsson sýndi flotta takta í dans og söng og í öllum þeim gervum sem hann kom fram í. Leikstjórinn Felix Bergsson kann og veit hvaða leið er best að fara og vonandi verður hann oftar við stjórnvölinn í barnasýningum í framtíðinni. Skemmtileg sýning í fallegu leikhúsi. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ekkert var skemmtilegast, allt var skemmtilegt, var niðurstaðan hjá sex ára gamalli stelpu. Gísli Rúnar svíkur aldrei. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús ***** Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks Íslenska óperan Höfundur: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Sverrir Þór Sverrisson og Orri Huginn Ágústsson Tónlist: Jón Ólafsson Leikmynd og ljós: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Búningar: Margrét Einarsdóttir með aðstoð Tinnu Aðalbjörnsdóttur Gervi: Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Danshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen Hljóð: Magnús Jónsson Tökumaður: Bragi Þór Hinriksson Framkvæmdastjóri: Gunnhildur H. Gunnarsdóttir Framleiðandi: Ingvar Sverrisson Leikstjóri: Felix Bergsson Það er alveg öruggt að dagur í lífi stráks eða stelpu sem fer að sjá strákinn Sveppa í Gamla bíói, strákinn Sveppa sem á stórabróður og er eltur af hrekkjusvíni, er skemmtilegur dagur. Á sunnudaginn var hlógu ungir sem aldnir og flest það sem fyrir augu bar vakti athygli og gleði ungra áhorfenda. Þeir félagar Sverrir Þór Sverrisson og Orri Huginn Ágústsson skila með leik sínum frábæru verki en sýningin er ekki aðeins þeirra leikur heldur vel úthugsað silúettupil (skuggaleikhús) og eins eru fjölmargir effektar, fyrir svo utan tónlistina, sem gleður mannskapinn. Gísli Rúnar Jónsson svíkur aldrei. Það er margt í textanum sem minnir á gamla tíma og ekki síst þegar þeir félagar bresta í söng sem byggist á gömlum rótgrónum slögurum. Samferðafólk mitt á sýninguna, sem voru sex og ára ára, höfðu þetta að segja þegar þau voru spurð að því hvað þeim þætti nú skemmtilegast: Hún sex ára svaraði: Ekkert! Ha, spurði ég, hvað meinar þú ekkert? Ekkert var skemmtilegast vegna þess að allt var skemmtilegt, svaraði hún. Þriggja ára piltur sem ætlaði að springa úr ánægju hefur ekki hætt að tala um pabba draugastráksins, þessi með rauðu augun. „Ég var ekki hræddur en amma var hrædd." Gísli Rúnar ratar hér algerlega réttan veg með svona hversdagsævintýri úr lífi venjulega barnsins sem er og verður alltaf barn í ævintýri þótt raunveruleikinn geti verið svolítið þreytandi. Einstaka atriði voru svolítið gamaldags en það var bara skemmtilegt og hollt fyrir nútímaáhorfendur. Bæði ljósaleikurinn og notkun gervanna var einstaklega skemmtilega útfært, aldrei farið í gargandi öfgar enda sýningin í heild sinni einstaklega markhópsmótuð. Sverrir Þór sem Sveppi litli á náttúrlega orðið hvert bein í börnunum og er hann einstaklega gjafmildur á sjálfan sig í allri sinni framgöngu. Orri Huginn Ágústsson sýndi flotta takta í dans og söng og í öllum þeim gervum sem hann kom fram í. Leikstjórinn Felix Bergsson kann og veit hvaða leið er best að fara og vonandi verður hann oftar við stjórnvölinn í barnasýningum í framtíðinni. Skemmtileg sýning í fallegu leikhúsi. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ekkert var skemmtilegast, allt var skemmtilegt, var niðurstaðan hjá sex ára gamalli stelpu. Gísli Rúnar svíkur aldrei.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira