Vanillukrem með rjóma, rifnum marengs og ávöxtum 18. september 2010 16:44 Vanillukrem með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu. Mynd/Anton Brink Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro, töfrar fram girnilega uppskrift að vanillukremi með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu fyrir sex manns.Vanillukrem Fyrir sex½ l mjólk1 vanillustöng125 g sykur125 g eggjarauður25 g maísenamjöl100 ml rjómi, léttþeyttur Þeytið eggjarauðurnar léttar og ljósar, bætið sykrinum og maísmjöli út í og þeytið vel saman. Sjóðið saman mjólkina og vanillustöngina í potti og fáið suðuna upp. Hellið mjólkinni hægt saman við eggjablönduna og hrærið á meðan. Setjið svo allt aftur í pott og hitið þar til blandan fer að þykkna. Látið kólna. Blandið saman við léttþeyttan rjóma.Marengs150 g púðursykur90 g eggjahvítur Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn, smyrjið í hring á bökunarplötu og bakið við 120°C í 1 klukkustund, slökkvið þá á ofninum og látið standa í ofninum í klukkutíma í viðbót. Takið marengsinn út og kælið. Þá er hann tilbúinn og má rífa yfir vanillukremið.Ávextir yfir:1 bolli fersk jarðarber, skorin niður½ fersk mynta, söxuðbörkur af ½ sítrónu eða lime, rifinn Blandið saman og hellið yfir. Eftirréttir Marens Uppskriftir Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro, töfrar fram girnilega uppskrift að vanillukremi með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu fyrir sex manns.Vanillukrem Fyrir sex½ l mjólk1 vanillustöng125 g sykur125 g eggjarauður25 g maísenamjöl100 ml rjómi, léttþeyttur Þeytið eggjarauðurnar léttar og ljósar, bætið sykrinum og maísmjöli út í og þeytið vel saman. Sjóðið saman mjólkina og vanillustöngina í potti og fáið suðuna upp. Hellið mjólkinni hægt saman við eggjablönduna og hrærið á meðan. Setjið svo allt aftur í pott og hitið þar til blandan fer að þykkna. Látið kólna. Blandið saman við léttþeyttan rjóma.Marengs150 g púðursykur90 g eggjahvítur Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn, smyrjið í hring á bökunarplötu og bakið við 120°C í 1 klukkustund, slökkvið þá á ofninum og látið standa í ofninum í klukkutíma í viðbót. Takið marengsinn út og kælið. Þá er hann tilbúinn og má rífa yfir vanillukremið.Ávextir yfir:1 bolli fersk jarðarber, skorin niður½ fersk mynta, söxuðbörkur af ½ sítrónu eða lime, rifinn Blandið saman og hellið yfir.
Eftirréttir Marens Uppskriftir Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög