Tækifærið til að breyta er núna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að Árni Páll Árnason viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, sem sagði fyrr í vikunni að hann vildi breyta landinu í eitt kjördæmi, ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu af hverju þeir styddu kjördæmafyrirkomulag með mismikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. „Hann mun fá þau svör að þetta sé skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?" spyr Kristinn. Þingmaðurinn fyrrverandi getur vissulega vísað til dæma frá mörgum vestrænum lýðræðisríkjum, þar sem vægi atkvæða er mismunandi á milli kjördæma. Víðast er það hins vegar ekki jafnhiminhrópandi og hér á landi, þar sem atkvæði Akurnesinga vega til dæmis tvöfalt meira við kosningar til Alþingis en atkvæði Mosfellinga sem búa í 20 kílómetra fjarlægð. Stjórnmálafræðingar hafa leitað, en ekki fundið jafnkerfisbundna mismunun í atkvæðavægi og hér á landi. Þar sem hún er fyrir hendi er hún yfirleitt umdeild og leiða leitað til að ráða bót á misvæginu. Sjaldgæft er að því sé haldið fram að mismununin sé „skynsamlegt fyrirkomulag". Í mörgum ríkjum eru ákvæði í stjórnarskrá eða lögum um að færa skuli kjördæmamörk til, valdi fólksflutningar því að jafnvægi atkvæða raskist. Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem fylgdist með þingkosningunum hér á landi í fyrra gagnrýndi misvægi atkvæða í skýrslu sinni um kosningarnar og benti á að Evrópuráðið mæltist til þess að munur á atkvæðavægi milli kjördæma ætti væri ekki meiri en 10-15%. Nefndin sagði að það væri því tímabært að endurskoða reglur um úthlutun þingsæta til að tryggja að farið væri eftir grundvallarreglunni um jafnan kosningarétt. Jafnt vægi atkvæða er flokkað með grundvallarmannréttindum. Enda er það svo að engum dettur lengur í hug að réttlæta mismunandi atkvæðavægi út frá til dæmis kyni, kynþætti eða efnahagslegri stöðu. Hvað er það þá sem veldur því að klárt fólk eins og Kristinn H. Gunnarsson telur sig geta haldið því fram að mismunandi atkvæðisréttur eftir búsetu sé „skynsamlegt fyrirkomulag?" Tækifærið til að hætta þessum mannréttindabrotum gefst núna, þegar þjóðin kýs til stjórnlagaþings. Í raun væri hægt að uppræta atkvæðamisvægið án þess að breyta stjórnarskránni, því að Alþingi getur ákveðið með auknum meirihluta að breyta þingmannafjölda í kjördæmum. En sá aukni meirihluti mun ekki finnast á Alþingi, af þeirri einföldu ástæðu að landsbyggðarkjördæmin þrjú, þar sem 36% landsmanna búa, kusu í síðustu kosningum 46% þingmannanna. Það er nóg til að standa í vegi fyrir breytingum, sem 54% þingmanna, kosnir af 64% kjósenda, kynnu að vilja koma fram. Þegar af þessari ástæðu hefur stjórnlagaþingið mikilvægu hlutverki að gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að Árni Páll Árnason viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, sem sagði fyrr í vikunni að hann vildi breyta landinu í eitt kjördæmi, ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu af hverju þeir styddu kjördæmafyrirkomulag með mismikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. „Hann mun fá þau svör að þetta sé skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?" spyr Kristinn. Þingmaðurinn fyrrverandi getur vissulega vísað til dæma frá mörgum vestrænum lýðræðisríkjum, þar sem vægi atkvæða er mismunandi á milli kjördæma. Víðast er það hins vegar ekki jafnhiminhrópandi og hér á landi, þar sem atkvæði Akurnesinga vega til dæmis tvöfalt meira við kosningar til Alþingis en atkvæði Mosfellinga sem búa í 20 kílómetra fjarlægð. Stjórnmálafræðingar hafa leitað, en ekki fundið jafnkerfisbundna mismunun í atkvæðavægi og hér á landi. Þar sem hún er fyrir hendi er hún yfirleitt umdeild og leiða leitað til að ráða bót á misvæginu. Sjaldgæft er að því sé haldið fram að mismununin sé „skynsamlegt fyrirkomulag". Í mörgum ríkjum eru ákvæði í stjórnarskrá eða lögum um að færa skuli kjördæmamörk til, valdi fólksflutningar því að jafnvægi atkvæða raskist. Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem fylgdist með þingkosningunum hér á landi í fyrra gagnrýndi misvægi atkvæða í skýrslu sinni um kosningarnar og benti á að Evrópuráðið mæltist til þess að munur á atkvæðavægi milli kjördæma ætti væri ekki meiri en 10-15%. Nefndin sagði að það væri því tímabært að endurskoða reglur um úthlutun þingsæta til að tryggja að farið væri eftir grundvallarreglunni um jafnan kosningarétt. Jafnt vægi atkvæða er flokkað með grundvallarmannréttindum. Enda er það svo að engum dettur lengur í hug að réttlæta mismunandi atkvæðavægi út frá til dæmis kyni, kynþætti eða efnahagslegri stöðu. Hvað er það þá sem veldur því að klárt fólk eins og Kristinn H. Gunnarsson telur sig geta haldið því fram að mismunandi atkvæðisréttur eftir búsetu sé „skynsamlegt fyrirkomulag?" Tækifærið til að hætta þessum mannréttindabrotum gefst núna, þegar þjóðin kýs til stjórnlagaþings. Í raun væri hægt að uppræta atkvæðamisvægið án þess að breyta stjórnarskránni, því að Alþingi getur ákveðið með auknum meirihluta að breyta þingmannafjölda í kjördæmum. En sá aukni meirihluti mun ekki finnast á Alþingi, af þeirri einföldu ástæðu að landsbyggðarkjördæmin þrjú, þar sem 36% landsmanna búa, kusu í síðustu kosningum 46% þingmannanna. Það er nóg til að standa í vegi fyrir breytingum, sem 54% þingmanna, kosnir af 64% kjósenda, kynnu að vilja koma fram. Þegar af þessari ástæðu hefur stjórnlagaþingið mikilvægu hlutverki að gegna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun