Körfubolti

LeBron James fór á kostum í New York

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vörn New York átti lítið í James í nótt.
Vörn New York átti lítið í James í nótt. Mynd/AP
LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91.

James skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar og náði sér þar með í sína 30. þreföldu tvennu á ferlinum.

Þetta var ellefti sigur Miami í röð og er liðið á góðu skriði eftir að hafa lent í vandræðum í upphafi tímabilsins.

New York var eitt þeirra liða sem James var sterklega orðaður við þegar hann var samningslaus í sumar og voru stuðningsmenn liððsins greinilega óánægðir með ákvörðun hans að fara til Miami. Þeir létu það í ljós en James var fljótur að þagga niður í þeim með frábærum leik.

Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu báðir 26 í leiknum en Miami gerði út af við hann með 27-7 spretti í þriðja leikhluta.

New York byrjaði ágætlega á tímabilinu en liðið tapaði nú fyrir bæði Boston og Miami.

Amare Stoudemire skoraði 24 stig í leiknum fyrir New York en nýtti aðeins ellefu af 28 skotum sínum í leiknum.



Úrslit næturinnar:


Indiana - Cleveland 108-99

New York - Miami 91-113

Philadelphia - LA Lakers 81-93

Toronto - New Jersey Nets 98-92

Atlanta - Charlotte 90-85

Detroit - LA Clippers 88-109

New Orleans - Utah 100-71

Oklahoma City - Sacramento 102-87

Houston - Memphis 103-87

Dallas - Phoenix 106-91

Portland - Minnesota 107-102



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×