Uppköst og dramatík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2010 09:01 Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun