Rannsaka frekar ef þarf 12. apríl 2010 04:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við vinnslu hennar.fréttablaðið/stefán Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira