NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2010 09:00 Dwyane Wade og LeBron James bregða hér á leik í nótt. Mynd/AP Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira