Körfubolti

NBA í nótt: Rose öflugur í sigri Chicago á San Antonio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Derrick Rose í leiknum í nótt.
Derrick Rose í leiknum í nótt. Mynd/AP
Derrick Rose hélt upp á að vera fyrsti byrjunarliðsmaður Chicago í Stjörnuleik NBA-deildarinnar síðan Michael Jordan með því að skora 42 stig í sigurleik gegn San Antonio Spurs, 109-99.

Um persónulegt met er að ræða hjá Rose en næstir komu þeir Luol Deng með nítján stig og Carlos Boozer með fimmtán fyrir Chicago.

Þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni en San Antonio hefur verið eitt allra besta lið deildarinnar í vetur.

„Það gefur okkur mikið sjálfstraust fyrst við vitum að við getum unnið bestu lið deildarinnar," sagði Rose eftir leikinn.

Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio sem náði í raun aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokamínunm. Manu Ginobili bætti við sextán stigum, sem og varamaðurinn Gary Neal.

Dallas vann Phoenix, 112-106. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×