Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.
Edin Dzeko nýtti sér varnarmistök og kom Manchester City í 1-0 á 7. mínútu og skoraði síðan annað mark fjórum mínútum seinna eftir sendingu frá Carlos Tevez. Yaya Touré innsiglaði síðan sigurinn á 75. mínútu.

