Körfubolti

Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deron Williams.
Deron Williams. Mynd/AP
Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð.

Deron Williams og Devin Harris eru báðir leikstjórnendur, Williams er 26 ára með 21,3 stig og 9,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en Harris er 27 ára með 15,0 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Derrick Favors er 19 ára kraftframherji sem var valinn þriðji í nýliðavalinu síðasta sumar en hann var með 6,3 stig og 5,3 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum til þessa í vetur.

Auk þess að fá þessa tvo leikmenn fær Utah-liðið tvo valrétti Nets-liðsins, annan í fyrstu umferð 2011 og hinn í fyrstu umferð 2012 sem Nets fékk í skiptum frá Golden State Warriors. Valrétturinn frá Golden State hefur þær takmarkanir að Utah fær hann aðeins ef að Warroirs fá ekki einn af sjö fyrstu valréttunum í nýliðavalinu 2012.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×