Körfubolti

DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DeMar DeRozan.
DeMar DeRozan. Mynd/AP
DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar.

DeRozan segist hafa verið rændur þegar Blake Griffin og JaVale McGee komust í úrslit keppninnar á hans kostnað og hann er ekki einn um þá skoðun. Griffin tryggði sér síðan sigur í troðslukeppninni með því að troða viðstöðulaust yfir húdd á bíl.

„Ég er troðari og troðslukeppnir eiga að snúast um það að troða boltanum í körfuna en ekki um eitthvað annað. Ég er ekki spenntur fyrir því að koma með einhverja aukahluti inn í mínar troðslur," sagði DeRozan.

„Ég reyni að koma með nýjar og ferskar troðslur. Aðdáendur mínir kunnu að meta þetta hjá mér og ég fékk góðar viðtökur í salnum. Ég er alveg tilbúinn að taka þátt í troðslukeppninni á næsta ári en aðeins ef að reglunum verði breytt og aukahlutir bannaðir," sagði DeRozan.

„Það má guð vita hvað gerist á næsta ári. Kannski kemur einhver með trampólín," sagði

DeRozan að lokum í hæðnistón.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×