Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni Hlynur Valsson skrifar 21. febrúar 2011 22:58 Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson. Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira