Körfubolti

Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/AP
Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum.



Blake Griffin sigraði troðslukeppnina eftir að hafa stokkið yfir bíl af löngu færi og troðið boltanum í körfuna. Keppnin var aftur á móti æsispennandi en það var JaVale McGee, leikmaður Washington Wizards, sem lenti í öðru sæti. Troðsluna má sjá hér.



Í raun sýndi JaVale McGee mögnuð tilþrif þegar hann tróð tveimur boltum í einu í sitthvora körfuna. Myndband af því má sjá með því að smella hér.



Óvæntustu úrslit helgarinnar var sigur James Jones í þriggja stiga skotkeppninni en hann bar sigur úr býtum gegn Ray Allen og Paul Pierce. Ray Allen varð á dögunum farsælasta þriggja stiga skytta allra tíma í NBA-deildinni og því var sigurinn sætur fyrir Jones.



Stephen Curry, leikmaður Golden State, sigraði með yfirburðum hæfni áskorun NBA þegar hann komst í gegnum loka þrautina með nánast fullt hús stiga. Russel Westbrook lenti í öðru sæti töluvert langt á eftir Curry.



Aðal viðburður helgarinnar fer fram í nótt þegar Stjörnuleikurinn fer fram þar sem úrvalslið Vesturdeildarinnar mættir úrvalsliði Austurdeildarinnar, en leikurinn verður sýndur beint á stöð2sport eftir miðnætti í nótt.

Úrvalslið Austurdeildarinnar:

LeBron James, Amar'e Stoudemire, Dwyane Wade, Derrick Rose, Dwight Howard, Ray Allen, Chris Bosh, Kevin Garnett, Al Horford, Joe Johnson, Paul Pierce, Rajon Rondo.

Úrvalslið Vesturdeildarinnar:

Tim Duncan, Kevin Durant, Carmelo Anthony, Kobe Bryant, Chris Paul, Yao Ming, Manu Ginobili, Pau Gasol, Blake Griffin, Kevin Love, Dirk Nowitzki, Deron Williams.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×