Körfubolti

Helena í úrvalslið riðilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/AP
Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í þriðja sinn á ferlinum í gær.

Deildakeppninni er lokið og framundan er bæði úrslitahelgi Mountain West-riðilsins í Las Vegas um næstu helgi sem og hefðbundinnar úrslitakeppni NCAA-deildarinnar en óvíst er hvort að TCU fái sæti í henni.

Helena og Emily Carter eru samherjar í TCU og komust báðar í fimm manna úrvalslið riðilsins. Athygli vekur að topplið riðilsins, BYU, á aðeins einn leikmann í fyrsta úrvalsliðinu en alls eru þrjú lið valin.

TCU varð í öðru sæti og á tvo leikmenn í fyrsta úrvalsliðinu, rétt eins og Wyoming sem varð í þriðja sæti.

Helena skoraði að meðaltali 13,8 stig í riðlinum auk þess sem hún tók 4,6 fráköst, gaf 4,7 stoðsendingar og stal boltanum 1,5 sinnum að meðaltali í leik.

Samanlögð skotnýting hennar var 43,8 prósent en hún skoraði minnst tíu stig í tíu leikjum af sextán í deildakeppninni.

Hún var á meðal tíu efstu í alls níu af tíu tölfræðiþáttum í riðlinum. Hún varð í áttunda sæti í stigaskorun, í fjórða sæti í stoðsendingum og þriðja sæti í stolnum boltum.

Helena útskrifaðist úr skólanum fyrir jól og hefur því getað einbeitt sér að körfuboltanum eftir áramót. Hún er því á sínu síðasta tímabili með TCU og verður forvitnilegt að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur að því loknu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×