NBA í nótt: Melo og Stoudemire öflugir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2011 09:00 Anthony og Stoudemire taka því rólega á bekknum í fjórða leikhluta í nótt. Mynd/AP Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira