NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2011 09:00 Mynd/AP Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Miami var 73-49 yfir í þriðja leikhluta en Orlando-liðið fór þá á 40-9 sprett á fimmtán mínútum og komst yfir í 89-82. „Þetta kallar á útskýringu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando og bætti við: „Það er ótrúlegt að ná að gera þetta á útivelli og þetta var stórkostlegur sigur," sagði Van Gundy.Mynd/APLeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 47 stig í fyrri hálfleik (hittu úr 18 af 21 skoti) og voru þá búnir að skora tveimur stigum meira en allt Orlando-liðið til samans. James endaði með 29 stig og Wade skoraði 28 stig. Þeir klikkuðu á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhluta og hittu aðeins úr 3 af 13 skotum í seinni hálfleik. Jason Richardson var með 24 stig fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 12 af 16 stigum sínum í seinni hálfleik og Dwight Howard var með 14 stig og 18 fráköst en Howard vann allt Miami-liðið í fráköstum í fjórða leikhlutanum (10-9).Mynd/APÞað var einn annar leikur í NBA-deildinni í nótt en Denver Nuggets vann þá 103-101 útisigur á Utah Jazz. Denver er þar með búið að vinna fimm af sex leikjum síðan liðið skipti Carmelo Anthony og Chauncey Billups til New York en Utah hefur hinsvegar tapað sex af sjö leikjum síðan að Ty Corbin tók við af Jerry Sloan. Ty Lawson skoraði 22 stig fyrir Denver og Aaron Afflalo skoraði 19 stig en hjá Utah var C.J. Miles með 22 stig og Devin Harris bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Utah-liðið hefur nú tapað sjö heimaleikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í Salt Lake City síðan 1982. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Miami var 73-49 yfir í þriðja leikhluta en Orlando-liðið fór þá á 40-9 sprett á fimmtán mínútum og komst yfir í 89-82. „Þetta kallar á útskýringu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando og bætti við: „Það er ótrúlegt að ná að gera þetta á útivelli og þetta var stórkostlegur sigur," sagði Van Gundy.Mynd/APLeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 47 stig í fyrri hálfleik (hittu úr 18 af 21 skoti) og voru þá búnir að skora tveimur stigum meira en allt Orlando-liðið til samans. James endaði með 29 stig og Wade skoraði 28 stig. Þeir klikkuðu á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhluta og hittu aðeins úr 3 af 13 skotum í seinni hálfleik. Jason Richardson var með 24 stig fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 12 af 16 stigum sínum í seinni hálfleik og Dwight Howard var með 14 stig og 18 fráköst en Howard vann allt Miami-liðið í fráköstum í fjórða leikhlutanum (10-9).Mynd/APÞað var einn annar leikur í NBA-deildinni í nótt en Denver Nuggets vann þá 103-101 útisigur á Utah Jazz. Denver er þar með búið að vinna fimm af sex leikjum síðan liðið skipti Carmelo Anthony og Chauncey Billups til New York en Utah hefur hinsvegar tapað sex af sjö leikjum síðan að Ty Corbin tók við af Jerry Sloan. Ty Lawson skoraði 22 stig fyrir Denver og Aaron Afflalo skoraði 19 stig en hjá Utah var C.J. Miles með 22 stig og Devin Harris bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Utah-liðið hefur nú tapað sjö heimaleikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í Salt Lake City síðan 1982.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira