Körfubolti

Miami Heat búið að láta Arroyo fara - Bibby á leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Arroyo með þeim LeBron James og Dwyane Wade.
Carlos Arroyo með þeim LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP
Miami Heat er byrjað að undirbúa komu leikstjórnandans Mike Bibby því liðið lét Carlos Arroyo fara í gær til þess að búa til pláss í leikmannahópnum fyrir þennan fyrrum leikstjórenda Atlanta Hawks og Sacramento Kings. Bibby tókst aldrei að vinna titilinn með Sacramento en var tilbúinn að fórna góðum samningi til þess að komast í lið sem átti möguleika á því að vinna titilinn.

Bibby er væntanlegur til Suður-Flórída í dag og ætti jafnvel að spila fyrsta leikinn með liðinu á móti Orlando Magic á fimmtudagskvöldið. Atlanta skipti Bibby til Washington á dögunum en hann lék aðeins tvo leiki með Wizards áður en hann fékk sig lausan frá félaginu.

LeBron James talaði við Mike Bibby eftir leik í síðustu viku og þó svo að hann vilji ekki segja um hvað var rætt þá er það öllum ljóst að þar var James að sannfæra Bobby um að gera starfslokasamning við Washington Wizards og koma til Miami.

Bibby var með 9.4 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali með Atlanta í vetur en hann á að bak 80 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og sú reynsla ætti að nýtast Miami-liðinu vel. Hann yrði reyndasti leikmaður liðsins í úrslitakeppni en í dag hafa þeir LeBron Jame og Zydrunas Ilgauskas leikið flesta leiki eða 71.

Carlos Arroyo var byrjunarliðsmaður í byrjun tímabilsins en missti síðan sætið sitt til Mario Chalmers eftir að hafa byrjað 42 fyrstu leikina. Arroyo hafði síðan aðeins spilað samtals 27 mínútur síðan 30. janúar og það var því orðið nokkuð ljóst að

Erik Spoelstra ætlaði ekki að nota hann.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×