Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans 19. mars 2011 18:48 Landsbanki Íslands. Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við. Icesave Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni fullyrðir að 32 milljarðar króna muni lenda á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna. Byggist þetta m.a á uppfærðu mati skilanefndar Landsbankas á verðmæti eignasafnsins, en nefndin telur að 89 prósent eigna skili sér upp í kröfur vegna Icesave. Ríkið fór ekki í sjálfstætt mat á eignasafni bankans, eins og kom fram á kynningarfundi með Icesave-nefndinni í byrjun þessa mánaðar, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór yfir verkferla og matið sjálft og taldi það traust. Jóhannes Karl Sveinsson segir ekki hafa komið til greina að endurskoða eignasafnið. Ríkið eigi enga aðkomu að þrotabúi bankans. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans um nokkur atriði tengd verðmæti eignasafns bankans. Eftir hamfarirnar í Japan rýrnaði evrópska hlutabréfavísitalan Eurostoxx um 5 prósent þar sem mörg evrópsk fyrirtæki eiga hagsmuni að gæta gagnvart Japan. Hafði þetta áhrif á eignir Landsbankans? Í svari frá þrotabúi bankans segir að gefið sé út nýtt mat á fjárhagsstöðu og áætluðum endurheimtum á þriggja mánaða fresti og skammt sé liðið frá síðasta mati. Í svari frá þrotabúi bankans segir að bankinn hafi ekki gert nýtt verðmat. Þá segir varðandi mat Deloitte að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki aðeins metið verkferla við mat á verðmæti heldur einnig niðurstöður matsins sjálfs. Í lok síðasta árs námu eignir þrotabús Landsbankans jafnvirði 1.175 milljörðum króna. Heimildarmenn sem starfa fyrir þrotabú bankans fullyrða að eignasafnið líti í grófum dráttum svona út: Þriðjungur eigna sé reiðufé, peningar sem hægt sé að borga út. Einn þriðji sé síðan skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út þegar bankarnir voru endurfjármagnaðir og svo loks eru það útlánin en það eru lán til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi, skuldabréf og aðrar eignir og það er þessi liður sem mesta áhættan er bundin við.
Icesave Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira